NÚ ER VEÐUR VONT
Föstudagur, 25. janúar 2008
Í dag var ég heima enda brjálað veður úti og ég komst ekki í vinnuna.það var allt á kafi í snjó eða næstum því .það var allavega ekki búið að skafa um hálf níu þannig að ég hringdi í vinnuna og sagði að ég mundi vera heima í dag .síðan fór ég upp í rúm og fór að netflakkast í tölvunni og eftir að hafa verið í smá í tölvunni þá fór ég sofa og ég svaf til hádegis .Eftir að ég vaknaði þá fór ég fram að fá mér að borða og horfa smá á sjónvarpið en það var ekkert skemmtilegt í því þannig að ég fór upp í rúm aftur og fór í tölvunina og flakkaði meira á netinu .Ég vona að það að það komi bráðum betri veðurfar því það er svo vont vera svona lokaður inni .Ég er fötluð (hreyfihömluð) og það er ekki auðvelt að ganga í þessari færð .En ég er að hugsa að hætta þessu bulli mínu og skella kannski dvd í lappann .þar til næst knús og kram .
Ykkar Gunna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.