Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
FALLEGT LAG
Sunnudagur, 9. september 2007
Minning þín
Ein í huga mér
lifir þín mynd
svo heil og sönn.
Sem aðeins lítil stund
væri mér liðin hjá
Síðan þú varst
hér enn í faðmi mér .
Ein í hjarta mér
lifa þín orð
þitt vinaþel ,
sem aldrei sveik þó ég
gæti ei skilið allt
sem þú gafst
mér þá af hjarta þér .
Þó ár og fjarlægð skilji okkur að
og enginn geti komið í þinn stað
mun samt minning þín lifa
á meðan lifi ég
á meðan lifi ég
Og ég þakka vil
þá dýru gjöf
að lifið leit til mín
og leiddi mig til þín .
Þó ár og fjarlægð skilji okkur að
og enginn getur komið í þinn stað
þá skal minning þín lifa
á meðan lifi ég
á meðan lifi ég
Og ég þakka vil
þá dýru gjöf
að lifið leit til mín
og leiddi mig til þín
Þetta lag finnst mér svo fallegt og lika svo rosalega fallegur texti
Kær kveðja ykkar Gunna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)